Skilalýsing

Tilbúin undir tréverk og málningu

Austurkór 94 Kópavogi
Um er að ræða 6 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum og eru allar fjögurra herbergja. Aðkoma að íbúðum er um opinn stigagang með forsteyptum stigum og heitgalvanseruðum handriðum. Inntaks og tæknirými eru á jarðhæð og er sameiginleg hjóla og vagnageymsla inn af þeim. Sameiginleg hitalögn er fyrir húsið.  Á jarðhæð hafa íbúðir sér afnotarétt. Hellulagt er undir svölum.Skjólveggir fylgja ekki. Hönnuður er Kristinn Ragnarsson, landslagsarkitekt Teiknistofan Storð ehf og verkfræðiteikningar af VHÁ.

Frágangur utanhúss
Húsið er byggt úr járnbentri steinsteypu, einangrað að innan og steinað að utan með ljósum lit.  Allir gluggar eru trégluggar frá Gluggasmiðjunni, hvítmálaðir að utan en grunnaðir að innan. Gler er frá Glerborg, tvöfalt K-verksmiðjugler með 5 ára verksmiðjuábyrgð.  Slétt þak á húsi er frágengið með sarnafil dúk.  Handrið á svölum eru steypt ásamt tveimur galfaniseruðum rörum í efri brún.  Bílastæði eru malbikuð, stéttar hellulagðar eða steyptar. Lóð afhent fullbúinn án leiktækja og trjágróðurs

Frágangur innanhúss
Innveggir eru sumir steyptir en aðrir veggir eru léttir með tvöföldu gifsi. Léttir veggir á böðum eru hlaðnir. Steyptir innveggir og loft eru grófslípuð undir sandsparsl. Ofnar og gólfhiti full frágenginn með sjálfstillikrönum.  Seljandi áskilur sér rétt til að breyta lítillega þykkt á veggjum vegna lagna á þvottahúsi og baði.

Rafmagn
Útiljós og vatnsvarðir tenglar verða á svölum, veröndum og við inngang. Kúplar í lofti á stigagangi.Ekki er gert ráð fyrir  dyrasíma. Röralagnir og dósir samkvæmt teikningu og dregið fyrir vinnuljósum. Gert er ráð fyrirsjónvarps og símatenglum í hverju herbergi. Sjónvarpskerfi er tengt við ljósleiðara,ekki loftnet.

Bílskúrar
Útveggir eru einangraðir og múraðir að innan. Steyptir veggir og loft eru gróf slípaðir.Tengingar fyrir vaski, heitu og köldu vatni. Bílskúrshurðir eru frá Gluggasmiðjunni. Þak er frágengið með sama hætti og húsið

Sameign
Í sameign eru steyptir veggir slípaðir með máluðum gólfum í hjóla og vagnageymslu.  Handrið á stigagangi eru úr járni og rafgalfaniseruð.

Almennt
Bílastæðin verða malbikuð, og lóð tyrfð.  Sérlóð fylgir íbúð á jarðhæð sbr. teikningu og eignaskiptayfirlýsingu.

Gjöld og annað
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt.  Seljandi sér um  greiðslu á gatnagerðargjöldum sem og byggingaleyfisgjöldum.                                                                             Annað sem ekki er tekið fram í skilalýsingu fylgir ekki með í kaupum.